Hver er hissa?
3.10.2010 | 20:31
Yfirgripsmikil vanþekking fólks eða ótti við að skoða hlutina dýpra og gagnrýnið, er það sem að fór með okkur.
Ég er líka einn af þeim sem gleypti gagnrýnislaust bull sem haldið var að mér á sýnum tíma því ég hélt að, því meiri "viðurkennd" þekking þeirra sem gáfu mér upplýsingar væri gulltrygging fyrir sannleik og staðreyndum.
Eini gallinn var á sínum tíma að ég treysti blint og gerði ekki ráð fyrir mannlega hlutnum, þ.e. græðgi. (sem er óútreiknalegur andskoti sem hefur sett heilu samfélögin á hausinn ..enda fall í n-ta veldi :-))
Ég lærði fyrir tíu árum síðan, og ekki þá upp úr nokkurri bók sem kennir viðskiptafræði, að hvorki ný eða tíu ára gömul háskólagráða í viðskiptum eða hagfræði getur verið trygging fyrir árangri.
Til að rökstyðja bara þetta má benda á lofgrein Gylfa Magg fyrrverandi viðskiptaráðherra um hversu auðveldlega við ættum að geta borgað fyrir einkabankana okkar svínaríið sem þetta lið bauð okkur upp á allann tíman frá einkavæðingu. Við værum í vondum málum sem þjóð ef þetta hefði verið samþykkt.
Þeir sem tóku þátt í Icesave hérna heima og erlendis (professional investors and funds) eiga að axla ábyrgðina.
Ekki skattgreiðendur eða samfélögin í heild.
- Ef vottur væri af brjóstviti í stað þekkingar við stjórn sæum við mun áþreyfanlegri breytingar.
Eins og:
Svona 40 manns hjá hverjum Banka sem þyrftu að axla ábyrgð með áþreyfanlegum hætti.
Svona tíu manns hjá hverri skilanefnd hvers gamals banka sem þyrfti líka að axla ábyrgð með áþreyfanlegum hætti.
Verðtrygging alveg afnumin án þess að einhverjar "bætur" kæmu í staðinn ( það er löngu búið að taka "bæturnar" út í formi vaxta og arðgreiðslna.)
Lágmarks ráðstöfunartekjur yrðu miðaðar við venjulegt fólk og hefðbundi útgjöld þeirra.
Fasteignaverð yrði "leiðrétt" hvað sem það nú þýðir.
Rafmagns og hitaverð - yrði stjórnarskrárbundið sem mannréttindi á Íslandi.
vá ...maður getur svo endalaust haldið áfram
Greynir
ps. mér finnst hugmyndin mín um "Fangatogara" alltaf frábær því þá fengju menn loksins tækifæri á að skila miklu til baka af því sem þeir hafa sóað síðustu ár og þar með axlað sína ábyrgð með heilbrigðum hætti.
Auðmenn græða á uppboðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við ráðum illa við mafíuna en berjumst!
Sigurður Haraldsson, 3.10.2010 kl. 21:52
Tek undir hugmyndina um fangatogara, við þurfum aðeins að kaupa 3 riðgaða rússatogara fyrir aumingjana á Alþingi Íslendinga.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.