Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Bananar - nýr banki - sama röddin.

....Eruð þið eitthvað hissa ...ekki ég.

Í þessum "nýju bönkum" vinnur sama fólkið og gróf gröfina ykkar með "hagstæðum" tilboðum um "betri" kjör.

Það ætti að setja í lög um bankastarfsmenn að þeir hefðu á engan hátt tengsl við forvera nýju bankanna á meðan er verið að komast til botns í þessum bankaránum sem áttu sér stað innandyra.

Íslenska þjóðin er með "Stockholmssyndromið".

....og Bananar.


mbl.is Jörðin seld án auglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

yfirgripsmikil vanþekking

...á því hvað snýr upp og niður á kúnni er augljós hér.

En hverju skiptir það þegar að maður veit að maður fær mjólk sjálfur hver einustu mánaðarmót "einhversstaðar" frá.

Fær verðlaun fyrir að vera í flottastur við að mjólka.

Er með skýrteini.

...og bananar.


mbl.is Bónusgreiðslur miðlara hærri en tekjur verðbréfasviðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað áttum við að halda?

Við fíblin lesum og horfum náttúrulega fjölmiðlana sem voru í eigu þeirra og eru enn sumir, og trúðum snillingunum.

Sagt er að Josef Göbbels áróðursmálaráðherra nazista hafi komist að því með rannsóknum (markaðsrannsóknum?!:-)) að best bæri að segja sömu lygina nógu oft því að lokum yrði hún meðtekin sem sannleikur.

Mannskepnan væri þá ótrúlega móttækileg fyrir töfralausnum þegar að aðstæður eins og skortur(eins og var þá) eða ofgnótt(eins og nú) væri umleikis hana.

Verður of oft hugsað til þess þegar að Bankastjóri kaupþings kom hróðugur í blöðin og fullyrti að Íbúðalánasjóður væri algerlega óþarfur. Stuttu áður hafði verið gengið frá "heildsöluláni" frá íbúðarlánasjóði til Kaupþings svo bankinn gæti farið að lána almnenningi "mun hagstæðari lán".

...og bananar.


mbl.is „Skynjuðu að dansinum var að ljúka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Bankinn" og "fólkið"

Vitið þið að þessu trúir maður bara vel. - Þessi "gangandi jakkaföt" (lesist bankastarfsfólk í þessum deildum) gleymdi því alltaf að það var að vinna með fólk. Jakkafötin höfðu meiri áhyggjur af því hver gæti verð flottastur í næsta vinnupartíi, sem var jú alla vega vikulega í þessum geira.

Það er líka ömurlegt til þess að hugsa að þessi grey héldu alltaf að einhver lögfræðingur myndi leysa allt ef til ágreinings kæmi. Ég held hins vegar að miðað við þessa sögu að þá muni sumir vilja jafna um "Bankann"...með handafli.
þ.e. fólkið sem var á bakvið bankann....sem er kannski ekki óeðlileg hætta á, þegar fólk þiggur laun fyrir að taka þann sjens sem vestrænt samfélag kallar ábyrgð.

....og bananar.


mbl.is Reynt að blekkja viðskiptavini bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfumgleði íslendinga

Þetta sýndi bara hversu sjálfumglaðir eiginhagsumaseggir áttu í samskiptum við

fyrir okkar hönd út á við. - Hrokuðu okkur niður fyrir allt velsæmi og við vorum rassskellt í staðinn. Mörg ár síðan þetta var ljóst.

Hógværð,dyggð,drengsskapur og orðheldni er bara ekki kúl á Íslandi.

þetta fyrirfinnst bara í sögusögnum um heilindi á Íslandi löngu fyrir ja...alla vega 1950!

...og bananar.


mbl.is Vildu refsa Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband